Blue planet

PL EN IS

„Blue Planet” er listrœnt verkefni samfjármagnað úr sjóði EES og framkvœmt af Teatr Miniatura (brúðuleikhús í Gdansk, Póllandi) í samvinnu við Sjálfstœðu Leikhúsin, bandalag ĺslenskra leikhópa. Ætlunin er að undirbúa leikhússýningu á margverðlaunaðri barnabók  Andra Snœ Magnasonar „Sagan Af Bláa Hnettinum” (bókin hlaut m.a. ĺslensku Bókmenntaverðlaunin, Janusz Korczak heiðursverðlaunin og Vesturnorrœnu Barnabókaverðlaunin) í leikstjórn Erlings Jóhannessonar og með tónlist eftir Múm. Sýningin skal undirbúin af listarteymi Teatr Miniatura. Fyrirhugað er að frumsýna verkið 17. maí 2014. Verkefni þetta felur einnig í sér íslenska menningarhátíð í Gdansk, en nánari dagskráin verður sett saman í samvinnu við íslenska aðila. Sýningin verður leikin nokkrum sinnum á ĺslandi og gerist síðan hluti af reglulegri sýningarskrá Teatr Minitura.  

Jafnframt sýningu verður „Sagan Af Bláa Hnettinum” gefin út á Pólsku af EneDueRabe bókaforlagi í þýðingu Jacek Godek.

„Sagan Af Bláa Hnettinum” á mjög áhrifaríkan, myndrœnan og hungmydnaríkan hátt fjallar um ábyrgð gagnvart þeim sem eru minnimáttar og bágstaddir og sýnir hvernig lífsstíll okkar getur haft áhrif á aðra, bœði á einstaklings-, og á heimsmœlikvarða.

„Sagan Af Bláa Hnettinum” sýnir börnum stöðu þar sem munaður eins þjóðfélags er tryggður með öryggi annars. Leggur fyrir spurningu hversu mikið erum við viljug til að fórna til að bœta þetta – skrifaði gagnrýnandi Kanadísku sýnigar í „Toronto Star” en dómnefndin alþjóðlegu Janusz Korczak Bókmenntaverðlauna rökstuddi úrskurð sinn á eftirfarandi hátt: „Við veitum viðurkenningu Andra Magnassyni, höfundi „Sögu Af Bláa Hnettinum” fyrir áhugaverða bókmenntanlega dœmisögu sem stillir upp fyrir börnum valinu milli þess að ‘eiga’ og að ‘vera’”.

ĺ upphafi 2013 fékk bókin viðurkenningu Green Earth Book Award sem bandaríski styrktarsjóðurinn The Nature Generation veitir. Leikrit eftir  „Sögu Af Bláa Hnettinum” hefur verið sviðsett m.a. á ĺslandi, í Sviss, Kanda (tvisvar) og Finnlandi (tvisvar) og hlaut mikilla vinsœlda (í Toronto var hún útnefnd til Dora Awards 2005 í flokki “sýning ársins”). 


Borgarleikhús Teatr Miniatura er eitt af elstum leikhúsum Póllands – það eru 60 ár liðin síðan það hóf starfsemi sína. Þar setur hæfileikaríkt leikhúsfólk frá Póllandi og öðrum löndum upp leikrit fyrir alla fjölskyldunna. Um 280 sýningar eru sýndar á hverju ári og  yfir 55 þúsund gestir sækja tvö svið leikhússins. Sýnd eru bæði sígild verk sem og nútímaleikrit fyrir börn og unglinga, þ.a.m. fyrir eins árs börn. Föst efnisskrá er svo bætt upp með viðburðum tengdum frumsýningum og efni sem hefur verið udnirbúið ásamt öðrum menningarstofnunum, bókaforlögum og frjálsum félagssamtökum. Þetta eru m.a. fjölskyldunámskeiðar, opnir fundir, pallborðsumræður og málfundir, bókamarkaðir, hátíðahöld og yfirlitssýningar. Með þessum aðgerðum sem beinast bæði að börnum og fullorðnum reynir leikhúsið að taka þátt í menninga – og uppeldisferli krakkanna og byggir sambönd milli kynslóða og menninga.

Sjálfstæðu Leikhúsin er félag sjálfstœðra leiklistarmanna á ĺslandi. Félagið  er vettvangur hagsmunagæslu og stutt er einungis af meðlimahópum og Reykjavíkurborg. Yfir 50 atvinnuleikhópar eru meðlimir í félaginu. Flestir þessara hópa starfa í höfuðborginni Reykjavík, en þar finnast einnig hópar frá sveitabyggðum ĺslands. Sumir hafa starfað alveg frá upphafi, aðrir styttra. Eins og víðar, koma hóparnir og  fara, en það eru c.a. 25 hópar sem skipa kjarnan af SL. Sjálfstœðu leikhúsin undirbúa um 25-35 nýjar sýningar á hverju ári. Þau stuðla að nútíma íslenskri leikritun og eru ósmeyk við að ryðja nýjar tilraunabrautir í leik- og danslistinni. Þannig hafa meðlimir SL, Vesturport og Shallala, hlotið alþjóðlega lof fyrir frumleika á sviði leik- od danslistar.

Á hverju ári um  250 000 manns taka þátt í sýningum SL-meðlimahópa á ĺslandi og í útlöndum. Þetta er mjög mikill hluti af öllum leikhúsáhorfendum ĺslands, en það búa aðeins rúmlega 300 000 manns á eyjunni. Þetta sýnir greinilega að menningarlíf á ĺslandi getur ekki þrifist án meðlimahópa SL. Á síðastliðnu áratugi sjálfstœðir leikhúshópar hafa styrkt íslenskt leikhús- og danslíf svo um munar.  SL hefur í langa tíð verið að vinna að því að stjórnmálamenn og yfirvöldin taki eftir efriðri starfsemi og miklum árangri þessara leikhópa. Þetta hefur skilað sér með bœttu vinnuumherfi, þannig að hóparnir geta nú starfað frjálsir og likhúsin geta verið rekin á fagmannlegan hátt.

Félagið starfar í samrœmi við opinbera stefnuyfirlýsingu sem birt var 2012. Eitt af meginverkefnum félagsins er rekstur menningarmiðstöðvar fyrir meðlimahópa í Tjarnarbíó í miðborg Reykjavíkur.  

EES Sjóður

ĺ gegnum þróunarsjóð EES og norska þróunarsjóð eru ĺsland, Lichtenstain og Noregur að leggja sitt fram til að minnka þjóðfélags- og efnahagsmismunir og styrkja gagnkvœm tengsli við þau Evrópuríki sem njóta góðs af þessum strykjum. Ríkin þrjú vinna saman með ESB á grundvelli samnings sem gerður var við Evrópusambandið (EES samningur).

Á tímabilinu 2009–2014 samanlagt virði EES og norska þróunarsjóðs námu 1.79 milljarð evra. Noregur leggur fram um 97% af heildarkosnaði. Sjóðirnir eru aðgengilegir fyrir frjáls félagssamtök, rannsóknarstofnanir og háskóla, einka- og almenningsgeira í 12 nýinngengnum ESB ríkjum og í Grikklandi, Portúgal og á Spáni. Gert er ráð fyrir að sjóðir þessir efli náinna samvinnu við gefandi ríkin og geta verkefni verið framkvœmd til 2016.

Mikilvœgustu stuðningssvœði eru náttúruvernd og veðurfarsbreytingar, rannsóknir og námsstyrkir, borgararéttindi, heilsuvernd og barnavernd, jafnrétti kynjanna, réttlœti og menningararfleið.

Fleiri upplýsingar: www.eeagrants.org

Verkefnið „Blue Planet” nýtur 576000 PLN styrks frá ĺslandi, Lichtenstein og Noregi. Markmið verkefnis er að koma á samskiptum milli pólskra og íslenskra listamanna, efna til langvarandi samstarfs, breikka samrœður milli tveggja menninga, skapa saman listaviðburð: prógramm sem mun kynna íslenska menningu fyrir Pólverjum og skapa leikhússýningu.